Chestnut er meistari kappátsins og meðal annars á fimmtíu lifandi heimsmet yfir allskonar kappát.
Hann hélt sigurgöngu sinni áfram í gær í hinni árlegu og heimsfrægu Fourth of July Hot Dog Eating Contest.
Chestnut vann hana í sextánda sinn í gær og fagnaði jafnframt sigri áttunda árið í röð. Hann fékk því hið eftirsóttar Sinnepsbelti [Mustard Belt] um sig miðjan.
Chestnut tryggði sér sigurinn með því að koma niður 62 pulsum og pylsubrauðunum að auki. Þetta sporðrenndi hann á þeim tíu mínútum sem keppendur höfðu. Næsti maður kom niður 49 pylsum. Eftir keppni sagðist henna eiga smá pláss eftir og ætlaði að skella í sig nokkrum köldum.
Þessi 39 ára gamli mathákur frá Indiana keppti fyrst í þessu frægu kappátskeppni árið 2005 og hefur ekki tapað frá árinu 2015.
Mörgum Bandaríkjamönnum finnst örugglega ekki vera 4. júlí fyrr en þeir sjá Chestnut troða í sig pulsunum án þess að keppinautar eigi einhverja möguleika í hann.
Nú er svo komið að frægð hans og sigurganga er svo svakaleg að sumir eru farnir að setja hann í flokk með goðsögnum eins og þeim Michael Jordan og Tom Brady.
Jordan varð sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls og var algjör yfirburðamaður í deildinni á sínum tíma en Brady vann Super Bowl sjö sinnum á ferlinum sem er met í NFL-deildinni.