Enski boltinn

Nwaneri fær nýjan samning hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ethan Nwaneri í leik með átján ára liði Arsenal.
Ethan Nwaneri í leik með átján ára liði Arsenal. Getty/Richard Heathcote

Arsenal er ekki aðeins að kaupa dýra leikmenn þessa dagana því félagið er einnig að semja við efnilegustu leikmenn félagsins.

Arsenal samdi nýverið við þrettán táninga sem fá að taka þátt í akademíu félagsins næstu árin.

Einn af þeim er hinn sextán ára gamli Ethan Nwaneri.

Nwaneri mun því æfa í akademíunni með fram því að stunda nám við London Colney skólann.

Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal, þjálfar átján ára lið félagsins og hefur yfirumsjón með guttunum en Luke Hobbs og Per Mertesacker koma einnig að málum.

Nwaneri skrifaði sögu félagsins og enska fótboltans í september í fyrra.

Hann kom þá inn á sem varamaður á 92. mínútu í leik á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var þá aðeins 15 ára, 5 mánaða og 28 daga gamall og varð yngri leikmaður sögunnar í efstu deild á Englandi. Þetta var hans eini leikur á síðasta tímabili og eini leikur fyrir aðallið Arsenal.

Nwaneri, sem er miðjumaður, hefur spilað 23 leiki fyri yngri landslið Englands og skoraði í þeim 9 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×