Vill gera hið ómögulega þar til hann er áttræður Máni Snær Þorláksson skrifar 5. júlí 2023 15:09 Tom Cruise á frumsýningu sjöundu Mission: Impossible kvikmyndarinnar. Þær verða heldur betur fleiri ef hann fær einhverju um það ráðið. EPA/BIANCA DE MARCHI Tom Cruise fagnaði á dögunum 61 árs afmæli. Aldurinn er þó engin ástæða til að hætta að gera kvikmyndir að hans mati og vonast hann til að geta haldið því áfram þar til hann verður áttatíu ára gamall. Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira