Segir Prigozhin í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 08:32 Sjálfsmyndasafn Prigozhin sem rússneskir fjölmiðlar hafa birt eftir húsleit yfirvalda hjá honum. Þar sést hann með ýmis konar hárkollur og gerviskegg. Vísir Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023 Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023
Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28