Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 18:11 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum en fékk kjaftshögg í staðinn. Hún hefur tilkynnt atvikið sem líkamsárás til lögreglu. AP Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið. Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið.
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01
Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30