„Vissi að við værum með lið sem gæti unnið öll hin liðin í deildinni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2023 09:00 Magnús Már ásamt syni sínum, Einari Inga. vísir/ívar Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur verið knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur í um tvo áratugi enda var hann byrjaður að skrifa fyrir fótbolta.net um fermingu. Fyrir tæpum fjórum árum síðan lagði hann svo lyklaborðið frá sér og tók við þjálfun uppeldisfélagsins. „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
„Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira