„Vissi að við værum með lið sem gæti unnið öll hin liðin í deildinni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2023 09:00 Magnús Már ásamt syni sínum, Einari Inga. vísir/ívar Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur verið knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur í um tvo áratugi enda var hann byrjaður að skrifa fyrir fótbolta.net um fermingu. Fyrir tæpum fjórum árum síðan lagði hann svo lyklaborðið frá sér og tók við þjálfun uppeldisfélagsins. „Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
„Þetta hefur verið skemmtilegra en ég átti von á. Ég var búinn að vera á fótbolti.net í nítján ár og hélt ég myndi sakna þess meira. Það hefur ekki verið söknuður í einn dag því ég er í fótbolta alla daga,“ segir hinn viðkunnalegi Magnús Már léttur. Ákveðin hugmyndafræði í gangi Liði Aftureldingar var aðeins spáð sjötta sætinu í deildinni en þegar níu umferðir eru búnar af mótinu er Afturelding á toppnum og hefur ekki enn tapað leik. Afturelding spilar skemmtilegan bolta eins og sést líka á því að liðið hefur skorað mest allra liða í deildinni. „Lykillinn að þessum árangri núna er mikil vinna undanfarin ár. Það er ákveðin hugmyndafræði í gangi hérna og strákarnir hafa lagt á sig mikla vinnu. Við höfum líka fengið inn leikmenn sem hafa fallið inn í hugmyndafræðina. Svo er mikil stemning í bæjarfélaginu og þetta er allt að smella,“ segir þjálfarinn sem er þó með báða fætur á jörðinni. „Mótið er varla hálfnað og það man enginn hvar var á toppnum í júlí. Þetta snýst um að vera á toppnum í september og við viljum meira.“ Vissi að við stæðum öðrum liðum snúning Þessi flotta byrjun Mosfellinga hefur komið mörgum á óvart en ekki Magnúsi. „Í draumaheimi já. Ég vissi að við værum að púsla saman liði sem gæti gert góða hluti í sumar. Lið sem getur unnið öll lið í þessari deild. Ég vissi að við værum með lið sem gæti staðið öllum liðum snúning og það hefur komið á daginn,“ segir Magnús Már en ef liðið kemst upp. Er bæði liðið og félagið tilbúið í svo stórt skref? Leikmenn sem geta tekið skrefið í efstu deild „Leikmennirnir eru flestir á mjög góðum aldrei og eru að bæta sig sem fótboltamenn. Ég treysti þeim til að taka þetta skref. Auðvitað yrðum við samt að styrkja hópinn eitthvað. Það er gott utanumhald í kringum liðið. Það sem vantar er samt betri aðstaða fyrir áhorfendur. Við erum með áhorfendasvæði fyrir 300 manns en á síðasta leik voru um 1.000 manns á vellinum. Því fyrr sem verður byrjað að grafa og gera eitthvað hérna því betra.“ Sjá má viðtalið við Magnús Má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Ætlum okkur stærri hluti
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira