Southampton sannfærðir um að geta fengið 50 milljónir fyrir Lavia Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 10:15 Romeo Lavia fagnar marki með Southampton. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Romeo Lavia hefur verið eftirsóttur hjá stórliðum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu vikum. Southampton eru bjartsýnir á að geta fengið 50 milljónir punda fyrir Belgann unga. Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira