Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið.
Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við.
Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama
Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ.
Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu.
Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu.
Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana.