Blind hefur verið töluvert á faraldsfæti síðustu mánuði en hann hóf síðasta tímabil hjá Ajax, þar sem hann hafði leikið frá árinu 2018, en skipti yfir til Bayern í janúar þar sem hann fékk fá tækifæri og kom aðeins við sögu í fjórum leikjum.
Hann hefur nú ákveðið að færa sig um set til Spánar og skrifaði undir tveggja ára samning við Girona sem hafnaði í 10. sæti La Liga á síðustu leiktíð. Þar sem Blind var án samnings þarf Girona ekki að greiða krónu fyrir Blind.
— Girona FC (@GironaFC) July 7, 2023
Blind er reynslumikill leikmaður. Hann á að baki 101 landsleik fyrir Holland og komið við sögu á tveimur heimsmeistaramótum sem og EM 2020. Hann lék með Manchester United á árunum 2014-2018.