Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 14:13 Joe Biden sagðist hafa rætt við marga af bandamönnum Bandaríkjanna, áður en hann tók þá ákvörðun að senda Úkraínumönnum klasasprengjur. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum. Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum.
Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21