„Þurfum frammistöðu frá fyrsta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 12:00 Mauricio Pochettino er bjartsýnn á að Chelsea komist á sigurbraut á nýjan leik. Vísir/Getty Mauricio Pochettino er kominn til starfa hjá Chelsea. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri liðsins fór hann yfir væntingarnar fyrir komandi tímabil. Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“ Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira