De Gea yfirgefur Man United: „Manchester verður alltaf í mínu hjarta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 14:30 David De Gea hefur verið markvörður Manchester United síðan árið 2011. Vísir/Getty David De Gea hefur birt pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn Manchester United. Þar með er endanlega komið á hreint að Spánverjinn mun spila fyrir nýtt félag á næstu leiktíð. Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“ Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira