ÍBV skoraði snemma leiks og hefði átt að gera út um leikinn að mati þjálfara liðsins.
„Vorum algjörlega geggjaðir, vorum yfir í öllum návígum, sterkir og grimmir. Ætluðum okkur að vinna og sýndum það í 90 mínútur. Fyrst með því að fá fullt af færum, skora mark en þrjú eða 4-0 hefði ekki verið ósanngjarnt.“
„Fengum fullt af færum og voru miklum sterkari. Svo þurftum við líka að berjast fyrir sigrinum, halda einbeitingu síðustu tíu og það var rosa andi í því. andinn sem strákarnir hafa sýnt, góður taktur í okkur, erum búnir að vera sterkir í síðustu 5-6 leikjum. Frábær sigur á þessum tímapunkti og þvílíkur léttir að landa þessu því við áttum það svo sannarlega skilið.“
„Frammistaðan, framlag og fókus, það var allt til staðar. Voru gjörsamlega geggjaðir í dag, okkur langaði þetta svo mikið og það sást langar leiðir. Bæði fyrir okkur sjálfa og Eyjamenn, að geta fagnað þessu almennilega á þessum tímamótum.“
„Var stórkostlegur í dag, frábær fótboltamaður og geggjaður varnarmaður,“ sagði Hermann um endurkomu Eiðs Arons Sigurbjörnssonar í byrjunarlið ÍBV en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
„Að sjálfsögðu tökum við þátt í þessum hátíðarhöldum. Fyrsta atriðið, lykilatriðið, er búið og þá er hægt að njóta þess að vera með. Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál,“ sagði Hermann að endingu en nú stendur yfir Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.