Alltaf erfitt á Selfossi Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 12:31 Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira