Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 07:40 Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira