Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 07:40 Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira