„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 11:00 Þórhildur Sunna og Bergþór eru sammála um að ríkisstjórnin hangi á bláþræði. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37