„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 13:31 Victoria Azarenka glottir um leið og hún gengur af velli eftir tapið um helgina. Vísir/Getty Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Sjá meira