Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 16:26 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent