Clattenburg fannst þessir fimm erfiðastir Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2023 19:23 Mark Clattenburg dæmdi í 13 ár í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla. Vísir/Getty Clattenburg dæmdi í ensku úrvalsdeildinni og á stærstu sviðum fótboltans á árunum 2004 til 2017 og margar stórar stjörnur létu hann heyra það vegna ákvarðana hans. Eftirtaldir fimm leikmenn ollu honum mestum erfiðleikum við dómarastörfum hans: Jens Lehmann, Rio Ferdinand, Pepe, Roy Keane og Craig Bellamy. „Lehmann var handfylli og hann var sífellt að kvarta yfir því að einhver væri að stíga á tærnar á honum í vítateignum sínum. Um leið og það var fast leikatriði fóru andstæðingar hans að ögra honum og ýta við honum. Það endaði allt í einhverju hávaðariffrildi,“ sagði Clattenburg um þýska markvörðinn. „Rio Ferdinand var sífellt að reyna að beita sálfræðihernaði og fá mig til að efast um ákvarðanir mínar til þess að fá næstu ákvörðun sér í hag. Um leið og ég hafði dæmt eitthvað var Rio kominn í andlitið á mér. Það eldist þó aðeins af honum á seinni stigum ferilsins," sagði dómarinn um Rio Ferdinand. „Ég dæmdi úrslitaleik Meistaradeidar Evrópu árið 2016 og þá var Pepe í vörn Real Madrid. Pepe var alltaf að reyna að veiða þá sem hann var að spila við útaf og kryddaði öll brot. Í þessum leik til að mynda rúllað hann um völlinn eftir brot og ég lét hann heyra það fyrir það,“ sagði Englendingurinn um portúgalska miðvörðinn. „Ég vissi aldrei hvað Roy myndi gera næst á vellinum og hann lét andstæðinga sína finna vel fyrir því. Þú gast ekki treyst því að Keane myndi ekki reyna að meiða. Sjáðu tæklinguna hans á Alf-Inge Haaland til dæmis. Þar sást það bersýnilega að Roy var óútreiknanlegur og þú þurftir alltaf að vera á tánum,“ sagði Clattenburg um írska harðhausinn. „Bellamy var svo verstur, hann var bæði dónalegur og pirrandi. Það sem var verst við Bellamy að hann væri bæði erfiður innan vallar og utan vallar. Hann lét þig aldrei í friði og það var alveg sama hvernig þú reyndir að nálgast hann. Það var ekki hægt að ræða við hann og okkur kom bara hreinlega ekki vel saman,“ sagði hann um velska framherjann. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Eftirtaldir fimm leikmenn ollu honum mestum erfiðleikum við dómarastörfum hans: Jens Lehmann, Rio Ferdinand, Pepe, Roy Keane og Craig Bellamy. „Lehmann var handfylli og hann var sífellt að kvarta yfir því að einhver væri að stíga á tærnar á honum í vítateignum sínum. Um leið og það var fast leikatriði fóru andstæðingar hans að ögra honum og ýta við honum. Það endaði allt í einhverju hávaðariffrildi,“ sagði Clattenburg um þýska markvörðinn. „Rio Ferdinand var sífellt að reyna að beita sálfræðihernaði og fá mig til að efast um ákvarðanir mínar til þess að fá næstu ákvörðun sér í hag. Um leið og ég hafði dæmt eitthvað var Rio kominn í andlitið á mér. Það eldist þó aðeins af honum á seinni stigum ferilsins," sagði dómarinn um Rio Ferdinand. „Ég dæmdi úrslitaleik Meistaradeidar Evrópu árið 2016 og þá var Pepe í vörn Real Madrid. Pepe var alltaf að reyna að veiða þá sem hann var að spila við útaf og kryddaði öll brot. Í þessum leik til að mynda rúllað hann um völlinn eftir brot og ég lét hann heyra það fyrir það,“ sagði Englendingurinn um portúgalska miðvörðinn. „Ég vissi aldrei hvað Roy myndi gera næst á vellinum og hann lét andstæðinga sína finna vel fyrir því. Þú gast ekki treyst því að Keane myndi ekki reyna að meiða. Sjáðu tæklinguna hans á Alf-Inge Haaland til dæmis. Þar sást það bersýnilega að Roy var óútreiknanlegur og þú þurftir alltaf að vera á tánum,“ sagði Clattenburg um írska harðhausinn. „Bellamy var svo verstur, hann var bæði dónalegur og pirrandi. Það sem var verst við Bellamy að hann væri bæði erfiður innan vallar og utan vallar. Hann lét þig aldrei í friði og það var alveg sama hvernig þú reyndir að nálgast hann. Það var ekki hægt að ræða við hann og okkur kom bara hreinlega ekki vel saman,“ sagði hann um velska framherjann.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira