Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 07:57 Carlson var látinn fara frá Fox í apríl. AP/Richard Drew Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira