Enski boltinn

102 ára og fékk alla þrjá bikara Man. City í heimsókn til sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geoffrey Rothband með bikarana glæsilegu hjá sér.
Geoffrey Rothband með bikarana glæsilegu hjá sér. Twitter

Manchester City kom einum elsta stuðningsmanni félagsins skemmtilega á óvart á dögunum.

City átti sögulegt tímabil í vetur og varð þá aðeins annað enska félagið til að vinna þrennuna. Fyrsta á öldinni og það fyrsta síðan Manchester United afrekaði það 1998-99.

Leikmenn Manchester City unnu ensku úrvalsdeildina sannfærandi með fimm stiga mun, unnu Manchester United 2-1 í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og unnu loksins Internazionale Milan 1-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

City er nú farið að stað með „Treble Trophy Tour“ þar sem bikararnir þrír fara á flakk til að kynna magnaðan árangur félagsins.

Fyrsta heimsóknin var til stuðningsmannsins Geoffrey Rothband.

Rothband þessi heldur upp á 103 ára afmælið sitt í ágúst og hefur haldið með City síðan á þriðja áratug síðustu aldar.

Hann hefur orðið vitni af öllum níu Englandsmeistaratitlum Manchester City en sá fyrsti vannst tímabilið 1936-37.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessari skemmtilegu heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×