Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2023 17:17 Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur, segir að lúsmýið muni líklega breiða úr sér um allt land þar sem láglendi er að finna. Bylgjan/Vísir/Vilhelm Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira