Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 11:16 Lady Gaga. EPA/CAROLINE BREHMAN Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36
Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14