„Auðvitað er áhugi á mér“ Jón Már Ferro skrifar 12. júlí 2023 07:00 Adam Pálsson var stoðsendingahæstur í fyrra. Nú vill hann verða markahæstur. vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam. Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam.
Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira