Lofaði að hjálpa dómara ef hann hagræddi úrslitum leiks Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Fyrrum formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, er í vandræðum þessa dagana vegna ásakana um spillingu. Vísir/Getty Fyrrum dómari í handbolta segir að þáverandi formaður dómaranefndar EHF hafi beðið sig að hagræða úrslitum í leik sem hann dæmdi. Þetta kemur fram í heimildamynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum. Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum.
Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira