Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:01 Declan Rice er fastamaður í sterku ensku landsliði. Getty/Catherine Ivill Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City. West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic. Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic.
Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira