Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 23:05 Íbúar á Akureyri eru ósáttir með mengunina sem berst frá skemmtiferðaskipum. Það stefnir í metár komu skipanna til landsins. vísir Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. Í skýrslu umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment kemur fram að rúmlega tvö hundruð skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en allir bílar álfunnar. Ísland kemst samkvæmt skýrslunni á topp tíu lista yfir Evrópulönd sem glíma við mestu mengun af völdum skipanna. Borgir í Evrópu hafa gripið til aðgerða. Sem dæmi var í Feneyjum innleitt bann við því að skemmtiferðaskip leggist þar að bryggju, auk þess sem að borgaryfirvöld á Spáni hafa gert sambærilegar ráðstafanir. Í sumar var fjallað um mengunarský yfir Akureyrarbæ sem kom frá skemmtiferðaskipi við höfnina. Íbúar sögðust í samtali við fréttastofu vera komnir með nóg af ástandinu. Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftenginu skipanna í höfnum fyrirtækisins innan þriggja ára og á sú uppbygging að draga úr mengum um allt að helming. Regluverk í kortunum Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir regluverk í kortunum hjá Evrópusambandinu sem gæti tekið á mengunarvandanum. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það snýr að viðskiptakerfi um losunarheimildir í flugi og iðnaði. Það er verið að vinna að því að bæta skipum inn í og þá myndu skemmtiferðaskip falla undir það. Það er ekki komið til framkvæmda en er í kortunum,“ segir Sigrún. Varðandi bann við komu skemmtiferðaskipa segir Sigrún: „Þegar starfsemi er inni í þessu viðskiptakerfi, þá eru reglurnar almennt þannig að það verður ekki sett bann við losun tiltekinna efna og bann við starfseminni samtímis. Þannig að þetta regluverk ætti að grípa þetta. Það voru settar reglur hér um svartolíu á sínum tíma, síðan hefur verið rætt um áhrif skemmtiferðaskipa á náttúruverndarsvæði og við höfum skoðað nálgun Alaskabúa á það.“ Kerfið í Alaska snýr að því að þau skip sem hafi besta umhverisárangur fái að koma inn í þjóðgarðinn. Takmörkun er hér á landi við komu skipa til Hornstranda, með vernaráætlun fyrir Hornstrandafriðland. Þar er farþegarhámark upp á 50 manns. Grundarfjarðabær hefur einnig sett reglur um hámarskfjölda farþega sem komi í land í einu. Stórt viðfangsefni Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem er ætað að tryggja að ferðir skipanna fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. „Stjórnvöld umhverfismála átta sig alveg á því að það er veruleg losun frá skemmtiferðaskipum, og þá erum við bæði að tala um gróðurhúsalofttegundir og loftmengunarefni, sem skapa staðbundna mengun.“ Um sé að ræða annars vegar loftmengun sem hafi staðbundið neikvæð áhrif á heilsu, og hnattræna hlýnun. „Þetta er mjög stórt viðfangsefni, það er engin spurning. Stjórnvöld hafa beint athygli að þessari losun og hún veldur áhyggjum.“ Loftgæði Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Í skýrslu umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment kemur fram að rúmlega tvö hundruð skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en allir bílar álfunnar. Ísland kemst samkvæmt skýrslunni á topp tíu lista yfir Evrópulönd sem glíma við mestu mengun af völdum skipanna. Borgir í Evrópu hafa gripið til aðgerða. Sem dæmi var í Feneyjum innleitt bann við því að skemmtiferðaskip leggist þar að bryggju, auk þess sem að borgaryfirvöld á Spáni hafa gert sambærilegar ráðstafanir. Í sumar var fjallað um mengunarský yfir Akureyrarbæ sem kom frá skemmtiferðaskipi við höfnina. Íbúar sögðust í samtali við fréttastofu vera komnir með nóg af ástandinu. Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftenginu skipanna í höfnum fyrirtækisins innan þriggja ára og á sú uppbygging að draga úr mengum um allt að helming. Regluverk í kortunum Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir regluverk í kortunum hjá Evrópusambandinu sem gæti tekið á mengunarvandanum. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það snýr að viðskiptakerfi um losunarheimildir í flugi og iðnaði. Það er verið að vinna að því að bæta skipum inn í og þá myndu skemmtiferðaskip falla undir það. Það er ekki komið til framkvæmda en er í kortunum,“ segir Sigrún. Varðandi bann við komu skemmtiferðaskipa segir Sigrún: „Þegar starfsemi er inni í þessu viðskiptakerfi, þá eru reglurnar almennt þannig að það verður ekki sett bann við losun tiltekinna efna og bann við starfseminni samtímis. Þannig að þetta regluverk ætti að grípa þetta. Það voru settar reglur hér um svartolíu á sínum tíma, síðan hefur verið rætt um áhrif skemmtiferðaskipa á náttúruverndarsvæði og við höfum skoðað nálgun Alaskabúa á það.“ Kerfið í Alaska snýr að því að þau skip sem hafi besta umhverisárangur fái að koma inn í þjóðgarðinn. Takmörkun er hér á landi við komu skipa til Hornstranda, með vernaráætlun fyrir Hornstrandafriðland. Þar er farþegarhámark upp á 50 manns. Grundarfjarðabær hefur einnig sett reglur um hámarskfjölda farþega sem komi í land í einu. Stórt viðfangsefni Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem er ætað að tryggja að ferðir skipanna fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. „Stjórnvöld umhverfismála átta sig alveg á því að það er veruleg losun frá skemmtiferðaskipum, og þá erum við bæði að tala um gróðurhúsalofttegundir og loftmengunarefni, sem skapa staðbundna mengun.“ Um sé að ræða annars vegar loftmengun sem hafi staðbundið neikvæð áhrif á heilsu, og hnattræna hlýnun. „Þetta er mjög stórt viðfangsefni, það er engin spurning. Stjórnvöld hafa beint athygli að þessari losun og hún veldur áhyggjum.“
Loftgæði Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22
Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40