Enski boltinn

Arteta hefur keypt leikmenn til Arsenal fyrir 103 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta og íþróttastjórinn Edu bjóða Declan Rice velkominn í Arsenal á Emirates leikvanginum um helgina.
Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta og íþróttastjórinn Edu bjóða Declan Rice velkominn í Arsenal á Emirates leikvanginum um helgina. Getty/Stuart MacFarlane

Mikel Arteta settist í stjórastólinn hjá Arsenal í desember 2019 og nú fjórum árum seinna er hann búinn að gerbreyta gengi liðsins. Hann hefur líka fengið pening til að vinna með.

Eftir kaupin á Declan Rice frá West Ham um helgina þá hefur Arsenal eytt sex hundruð milljónum punda í nýja leikmenn síðan að Arteta settist í stjórastólinn. Það gerir 103,2 milljarða í íslenskum krónum.

Auk þess að kaupa Rice þá hafði Arsenal borgað Chelsea 65 milljónir punda fyrir Kai Havertz og borgað Ajax 38,6 milljónir punda fyrir Jurriën Timber á síðustu dögum.

Það er langur og merkilegur listi að skoða eyðslu Arteta undanfarin ár en honum hefur fyrir vikið tekist að búa til mjög öflugt lið sem var mjög nálægt því að verða ensku meistari á síðustu leiktíð.

Fyrir tímabilið í fyrra þá keypti Arsenal þá Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko frá Manchester City fyrir samtals 75 milljónir punda auk þess að borga Porto 29,9 milljónir punda fyrir Fábio Vieira.

Í janúar keypti Arsenal síðan Leandro Trossard frá Brighton & Hove Albion yfr 21 milljón punda, Jakub Kiwior frá Spezia fyrir 17,6 milljónir punda og Jorginho frá Chelsea fyirr 12 milljónir punda.

Af öðrum stórum leikmannakaupum Arteta þá keypti hann Ben White frá Brighton & Hove Albion fyrir fimmtíu milljónir punda, Martin Ödegaard frá Real Madrid fyrir 30 milljónir, Aaron Ramsdale frá Sheffield United frir 24 milljónir punda, Thomas Partey frá Atlético Madrid fyrir 45 milljónir punda og Gabriel frá Lille fyrir 23 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×