Ráðherra kortleggur loftgæði grunn- og leikskólabarna Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 20:01 Guðlaugur Þór segir mikilvægt að loftgæði barna séu góð og að ráðuneytið meti hvort að það þurfi að stíga fasta inn. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið. „Ráðuneytið hefur sett af stað verkefni til að kortleggja stöðuna varðandi loftgæði í leik- og grunnskólum landsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og að Umhverfisstofnun muni sinna verkefninu. Settar eru þrjár milljónir í verkefni og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu mánuðum. „Þetta er alvöru mál sem hefur valdið miklum skaða og mun valda því áfram ef ekki er almennilega tekið á því.“ Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag og í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina er farið yfir stöðu mála, hvaða reglugerðir eiga við, hverju þær taki á og hverju ekki. Þar er bent á að engin opinber gögn liggi fyrir og að síðasta rannsókn sem hafi verið framkvæmd sé frá 2009 og hafi tekið til grunnskóla í Reykjavík. Eftirliti er sinnt af sveitarfélögum og Umhverfisstofnun en Guðlaugur segir að með kortlagningunni fáist heildstæð sýn og þá sér hægt að meta hvort að ráðuneytið þurfi að stíga fastar inn í málið. „Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að við þurfum að taka af því af fullri alvöru,“ segir Guðlaugur og að það verði til dæmis kannað hvort að allir séu að vinna eftir sömu reglum en að aðalatriðið sé að það skorti betri upplýsingar og þegar þær liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun. Spurður hvað hafi orðið til þess að ráðuneytið stígi nú inn í þetta mál segir Guðlaugur að alvarleiki málsins hafi kallað á það. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að við erum búin að sjá síendurteknar fréttir um að þessi mál séu ekki í lagi og við viljum hafa loftgæðin í lagi, og það sérstaklega hjá leik- og grunnskólabörnum.“ Hann segir að ráðuneytið líti til marga þátta, það sé verið að sameina stofnanir og einfalda verklag. Það sé enginn ánægður með stöðuna eins og hún sé í dag. „Og allra síst við og það er mikilvægt að allir sem hafi einhverju hlutverki að gegna þeir sinni því. Það eru allir sammála um að það þurfi að kortleggja og að við höfum sem bestar upplýsingar því við viljum ekki hafa þetta svona. Við viljum að leik- og grunnskólabörn fái að njóta öryggis í hvívetna og þá sérstaklega þegar kemur að loftgæðum,“ segir ráðherra. Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45 Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46 Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ráðuneytið hefur sett af stað verkefni til að kortleggja stöðuna varðandi loftgæði í leik- og grunnskólum landsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og að Umhverfisstofnun muni sinna verkefninu. Settar eru þrjár milljónir í verkefni og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu mánuðum. „Þetta er alvöru mál sem hefur valdið miklum skaða og mun valda því áfram ef ekki er almennilega tekið á því.“ Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag og í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina er farið yfir stöðu mála, hvaða reglugerðir eiga við, hverju þær taki á og hverju ekki. Þar er bent á að engin opinber gögn liggi fyrir og að síðasta rannsókn sem hafi verið framkvæmd sé frá 2009 og hafi tekið til grunnskóla í Reykjavík. Eftirliti er sinnt af sveitarfélögum og Umhverfisstofnun en Guðlaugur segir að með kortlagningunni fáist heildstæð sýn og þá sér hægt að meta hvort að ráðuneytið þurfi að stíga fastar inn í málið. „Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að við þurfum að taka af því af fullri alvöru,“ segir Guðlaugur og að það verði til dæmis kannað hvort að allir séu að vinna eftir sömu reglum en að aðalatriðið sé að það skorti betri upplýsingar og þegar þær liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun. Spurður hvað hafi orðið til þess að ráðuneytið stígi nú inn í þetta mál segir Guðlaugur að alvarleiki málsins hafi kallað á það. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að við erum búin að sjá síendurteknar fréttir um að þessi mál séu ekki í lagi og við viljum hafa loftgæðin í lagi, og það sérstaklega hjá leik- og grunnskólabörnum.“ Hann segir að ráðuneytið líti til marga þátta, það sé verið að sameina stofnanir og einfalda verklag. Það sé enginn ánægður með stöðuna eins og hún sé í dag. „Og allra síst við og það er mikilvægt að allir sem hafi einhverju hlutverki að gegna þeir sinni því. Það eru allir sammála um að það þurfi að kortleggja og að við höfum sem bestar upplýsingar því við viljum ekki hafa þetta svona. Við viljum að leik- og grunnskólabörn fái að njóta öryggis í hvívetna og þá sérstaklega þegar kemur að loftgæðum,“ segir ráðherra.
Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45 Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46 Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45
Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46
Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent