Franska liðið hefur mikla trú á íslenska landsliðsmanninum og borgar fyrir hann sautján milljónir evra eða meira 2,5 milljarða íslenskra króna.
F.C. København har solgt Hákon Arnar Haraldsson til den franske Ligue 1 klub, LOSC Lille #fcklive https://t.co/jF37ND7GWn
— F.C. København (@FCKobenhavn) July 17, 2023
Þessi tvitugi strákur hefur gert flotta til með danska liðinu og varð á síðasta tímabili aðeins fjórði Íslendingurinn sem nær að skora í Meistaradeildinni.
Með því að fara til franska liðsins þá verður Hákon Arnar fyrsti Skagamaðurinn til að spila í frönsku deildinni í næstum því fjóra áratugi eða síðan Karl Þórðarson lék með Laval tímabilið 1983-84.
Karl skoraði 3 mörk í 31 leik með Lavel tímabilið 1983-84 en það var hans þriðja tímabil með Laval í Ligue 1. Karl er leikjahæsti íslenski leikmaðurinn í frönsku deildinni með 95 leiki.
Skagamenn eiga einnig markahæsta íslenska leikmanninn í frönsku deildinni því Teitur Þórðarson skoraði 20 mörk í 48 leikjum með Lens frá 1981-82. Tímabilið 1981-82 varð Teitur fjórði markahæstur í frönsku deildinni með 19 mörk.
Karl lék sinn síðasta leik í frönsku deildinni 2. maí 1984 en hann kom þá heim og hjálpaði Skagamönnum að vinna tvöfalt.
Síðan Karl yfirgaf deildina fyrir fjörutíu árum hafa nokkrir íslenskir leikmenn reynt fyrir sér í deildinni, leikmenn eins og Arnór Guðjohnsen, Veigar Páll Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Alex Rúnarsson.