Fjöldi stórstjarna missir af HM vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 15:00 Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hún missir af HM vegna meiðsla. Getty Images/Laurens Lindhout Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira