„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 13:04 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt. Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08