ÍA datt í gullpottinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 09:00 Formaður Knattspyrnufélags ÍA segir að peningurinn sem félagið fær vegna kaupa Lille á Hákoni Arnari fari í að bæta innviði félagsins. Lille/ÍA Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi. Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira