Um 100 gestir Fabrikkunnar og aðrir tengdir þeim urðu veikir í síðustu viku. Guðrún segir tengsl milli gesta nú til skoðunar en óvenju mörg smit hafi greinst og erfitt að alhæfa um uppruna þeirra.
„Við höfum núna bæði fundið E. coli-bakteríur og nóróveirur. Það hefur enn ekki fundist neitt í matnum sjálfum en málið er ennþá í vinnslu hjá okkur. Þar að auki er ekki einu sinni ávallt víst að það takist að rekja uppruna slíkra sýkinga,“ sagði Guðrún í samtali við mbl.is í gær.