Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:01 Druslugangan verður haldin í ellefta sinn um helgina. Druslugangan Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan) Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan)
Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira