Innlent

Stefán Ey­steinn Sigurðs­son er látinn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Stefán stýrði útvarpsþáttunum Rólegt og rómantískt á FM957 um árabil.
Stefán stýrði útvarpsþáttunum Rólegt og rómantískt á FM957 um árabil. Leland Gebhardt Photography

Framkvæmdastjórinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Stefán Eysteinn Sigurðsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. júlí síðastliðinn. Stefán var 51 árs að aldri, fæddur 3. júní árið 1972.

Stefán var eigandi GynaMEDICA sem sérhæfir sig í heilsuþjónustu kvenna. Hann starfaði áður hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og flugfélaginu WOW Air.

Um langt skeið stýrði Stefán útvarpsþættinum Rólegt og rómantískt á stöðinni FM957.

Stefán var með annan fótinn í Bandaríkjunum þar sem hann nam og starfaði um skeið sem endurskoðandi. Stefán og eiginkona hans María Lovísa Árnadóttir, og tvö börn þeirra Tara Guðrún og Sigurður Leó, bjuggu í Laugardalnum en vörðu stórum hluta ársins í Arizona fylki.

Stefán var Hafnfirðingur og fer útförin fram í Hafnarfjarðarkirkju þann 31. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×