Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup SuperNova í ár Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 18:30 Teymin sem taka þátt í Startup SuperNova, Astrid EdTech,GET Ráðgjöf, GæðaMeistari, Lóalóa, Modul Work, Revolníu, Skarpur, Soultech. Á myndina vantar KuraTech og Lykkjustund Þóra Ólafsdóttir Búið er að velja þau tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova í ár. Framkvæmdastjóri Klak-Icelandic Startups segir ánægjulegt hve margar umsóknir bárust en alls kepptu á þriðja tug sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala Nýsköpun Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala
Nýsköpun Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira