Brynja hefur deilt myndum af ferlinu með áhugasömum fylgjendum á samfélagsmiðlum. Töluverðar breytingar hafa orðið á eigninni þar sem parið ákvað að skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni.
Skandinavísk hönnun heillar
„Mér finnst eldhúsið alltaf hjartað í heimilinu. Þar hittast allir eftir daginn og eiga stund saman. Ég vildi þess vegna fá risa stóra eyju sem rúmar alla og fleiri til,“ segir Brynja og lýsir sjálfri sér sem eldhús hangsara: „Mér líður best þar.“
„Þegar ég fæ stelpurnar yfir endum við alltaf inní eldhúsi að kjafta, þó það sé nóg pláss annars staðar. Mönsið er reyndar þarna og liggur því beinast við að halda sig á því svæði,“ segir hún og hlær.
Að sögn Brynju eru þau að bíða eftir draumaeldhúsinu. „Við erum að bíða eftir eldhúsinu sem er frá HTH. Svansvottað og beige litað. Eyjan mun verða mjög stór með stein niður báðar hliðar. Ég vildi eitthvað vandað sem eldist vel og mun lifa lengi,“ segir Brynja sem heillast af skandínavískri hönnun.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá myndir fyrir breytingar.
Myndir úr húsinu eftir breytingar:



Notaleg íslensk sumar stemmning
„Við gerðum pallinn huggulegan fyrir sumarið en draumurinn er að setja pergólu, ljósaseríu og kaupa okkur pizzaofn til að gera þetta extra næs,“ segir Brynja og heldur áfram:
„Við erum búin að nota garðinn mikið síðustu daga þar sem veðrið er búið að vera ansi ljúft en líka í þessum íslensku aðstæðum. Allir með nóg í glösunum svo þau fjúki ekki og tissjúið neglt niður við borðið með einhverju þungu og allir með teppi eða sultardropa en ég meina hvað er ekki að elska við íslenska sumarið,“ segir Brynja og hlær.


Parið opinberaði samband sitt í september í fyrra þegar þau birtu myndir af sér saman í rómantískri ferð í Barcelona. Samtals eiga þau þrjá unglings drengi sem hafa komið sér vel fyrir á heimilinu.