Myndir þú henda gulli í ruslið? Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun