Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 10:46 Frænkur Ásmundar Einars hafa verið háværar í hlaðvarpinu um Lambeyrarmálið en þögnin úr herbúðum Ásmundar er ærandi. Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. Margítrekaðar tilraunir Vísis til að ná tali af Ásmundi Einari vegna Lambeyrarmálsins hafa engu skilað. Ekki heldur tilraunir til að ná tali af öðrum úr herbúðum ráðherra. Símtölum, tölvupósti og textaskilaboðum er ekki svarað. Nýlega stigu þrjár frænkur Ásmundar Einars fram í hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og sökuðu hann, föður hans Daða Einarsson og föðurbróður Valdimar Einarsson um skemmdarverk og innbrot. „Ég hef engar upplýsingar um þau. Það eru eiginlega allir í sumarfríi í júlí,“ sagði skrifstofudama í ráðuneytinu aðspurð um ráðherra, aðstoðarmenn hans eða upplýsingafulltrúa. „Þau hljóta að vera meðvituð um það,“ sagði hún þegar henni var tjáð Vísir hafi ítrekað reynt að ná tali af þeim. Rosalega upptekinn Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars, sagðist á fimmtudag ætla að athuga hvort að ráðherra myndi veita viðtal og ætlaði að láta vita. Teitur hefur ekki haft samband síðan og ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Teitur Erlingsson ætlaði að hringja til baka en ekkert hefur náðst í hann síðan. Hinn aðstoðarmaðurinn, Sóley Ragnarsdóttir, bar fyrir sig sumarfrí. „Ég er í sumarfríi og ætla að fá að vera það,“ sagði hún. Engin svör hafa heldur borist frá Hjalta Andrasyni, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Daði Einarsson svaraði símanum en sagðist svo ekki hafa neinn tíma til að tala þegar blaðamaður kynnti sig. „Ég er rosalega upptekinn núna. Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél,“ sagði Daði. Hefur Daði ekki svarað símtölum Vísis eftir það. Hræ skilin eftir og skít dreift við íbúðarhús Eins og áður hefur verið greint frá lýtur deilan að bænum Lambeyrum í Dölum sem erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Lentu bræðurnir Daði og Valdimar upp á kant við hin systkini sín og í dag er deilan svo hatrömm að fólk talast ekki við. Sóley Ragnarsdóttir segist vera í sumarfríi. Að sögn systranna breytti Ásmundur Einar prókúru á reikningum Lambeyrabúsins og hafi öllum eignum búsins, og föðurarfi systkinanna, verið sólundað í braski. Að lokum fór jörðin á uppboð og þrjú hinna systkinanna keyptu jörðina. Hefur staðið styr um jörðina allar götur síðan. Systurnar segja meðal annars að margir hektarar af túnum hafi verið skorin og eyðilögð, vatnsveita tekin í sundur, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús, öryggismyndavélar og margir kílómetrar af girðingum eyðilagðar. Þá hafi Ásmundur Einar og fleiri verið staðnir að innbroti á bæinn. Lögregla segist ekki mega svara Hluti af ásökununum lúta að Lögreglunni á Vesturlandi. En í hlaðvarpinu segja systurnar meðal annars frá því að hjálparköllum föður þeirra Skúla Einarssonar, einum af núverandi eigendum Lambeyra, til lögreglu hafi ekki verið sinnt. Í eitt skipti hafi hann meðal annars staðið ofan í skurði til að reyna að verjast því þegar bræður hans hafi komið á stórvirkum vinnuvélum til að fremja skemmdarverk á jörðinni. Þá hafi lögreglan sagt að hann kynni að verða kærður fyrir að sólunda tíma lögreglunnar.Vísir sendi spurningar á Lögregluna á Vesturlandi. Meðal annars hvort lögreglan hafi orðið fyrir þrýstingi ráðherra og hvort lögreglan hafi neitað að mæta þegar þess var óskað. Í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra, segir að samkvæmt fyrirmælum Ríkissaksóknari sé ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í erindi sem þessu. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ segir Jón Haukur í svarinu. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega.“ Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Margítrekaðar tilraunir Vísis til að ná tali af Ásmundi Einari vegna Lambeyrarmálsins hafa engu skilað. Ekki heldur tilraunir til að ná tali af öðrum úr herbúðum ráðherra. Símtölum, tölvupósti og textaskilaboðum er ekki svarað. Nýlega stigu þrjár frænkur Ásmundar Einars fram í hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og sökuðu hann, föður hans Daða Einarsson og föðurbróður Valdimar Einarsson um skemmdarverk og innbrot. „Ég hef engar upplýsingar um þau. Það eru eiginlega allir í sumarfríi í júlí,“ sagði skrifstofudama í ráðuneytinu aðspurð um ráðherra, aðstoðarmenn hans eða upplýsingafulltrúa. „Þau hljóta að vera meðvituð um það,“ sagði hún þegar henni var tjáð Vísir hafi ítrekað reynt að ná tali af þeim. Rosalega upptekinn Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars, sagðist á fimmtudag ætla að athuga hvort að ráðherra myndi veita viðtal og ætlaði að láta vita. Teitur hefur ekki haft samband síðan og ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Teitur Erlingsson ætlaði að hringja til baka en ekkert hefur náðst í hann síðan. Hinn aðstoðarmaðurinn, Sóley Ragnarsdóttir, bar fyrir sig sumarfrí. „Ég er í sumarfríi og ætla að fá að vera það,“ sagði hún. Engin svör hafa heldur borist frá Hjalta Andrasyni, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Daði Einarsson svaraði símanum en sagðist svo ekki hafa neinn tíma til að tala þegar blaðamaður kynnti sig. „Ég er rosalega upptekinn núna. Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél,“ sagði Daði. Hefur Daði ekki svarað símtölum Vísis eftir það. Hræ skilin eftir og skít dreift við íbúðarhús Eins og áður hefur verið greint frá lýtur deilan að bænum Lambeyrum í Dölum sem erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Lentu bræðurnir Daði og Valdimar upp á kant við hin systkini sín og í dag er deilan svo hatrömm að fólk talast ekki við. Sóley Ragnarsdóttir segist vera í sumarfríi. Að sögn systranna breytti Ásmundur Einar prókúru á reikningum Lambeyrabúsins og hafi öllum eignum búsins, og föðurarfi systkinanna, verið sólundað í braski. Að lokum fór jörðin á uppboð og þrjú hinna systkinanna keyptu jörðina. Hefur staðið styr um jörðina allar götur síðan. Systurnar segja meðal annars að margir hektarar af túnum hafi verið skorin og eyðilögð, vatnsveita tekin í sundur, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús, öryggismyndavélar og margir kílómetrar af girðingum eyðilagðar. Þá hafi Ásmundur Einar og fleiri verið staðnir að innbroti á bæinn. Lögregla segist ekki mega svara Hluti af ásökununum lúta að Lögreglunni á Vesturlandi. En í hlaðvarpinu segja systurnar meðal annars frá því að hjálparköllum föður þeirra Skúla Einarssonar, einum af núverandi eigendum Lambeyra, til lögreglu hafi ekki verið sinnt. Í eitt skipti hafi hann meðal annars staðið ofan í skurði til að reyna að verjast því þegar bræður hans hafi komið á stórvirkum vinnuvélum til að fremja skemmdarverk á jörðinni. Þá hafi lögreglan sagt að hann kynni að verða kærður fyrir að sólunda tíma lögreglunnar.Vísir sendi spurningar á Lögregluna á Vesturlandi. Meðal annars hvort lögreglan hafi orðið fyrir þrýstingi ráðherra og hvort lögreglan hafi neitað að mæta þegar þess var óskað. Í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra, segir að samkvæmt fyrirmælum Ríkissaksóknari sé ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í erindi sem þessu. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ segir Jón Haukur í svarinu. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega.“
Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06