Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 12:46 Lísa Margrét Gunnarsdóttir ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í ellefta skiptið. Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt. Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Lísa Margrét segir Druslugönguna hafa skilað miklu á þrettán árum.„Fyrsta gangan, árið 2011, var alls ekki fjölmenn þó að vissulega hafi hún vakið eftirtekt. Síðan þá, 2015 til 2018, verður rosaleg vitundarvakning í íslensku samfélagi. Þá vorum við að sjá þúsundir flykkjast á Druslugönguna. Hámarkið árið 2018 með fyrstu #metoo byltingunni. Þetta var vettvangur til þess að ræða þessi mál og krefjast breytinga og úrbóta í samfélaginu okkar,“ segir Lísa Margrét. Gangan hefst við Hallgrímskirju og lýkur með dagskrá á Austurvelli. Einnig er gengið á Sauðárkróki.Stöð2/Einar Umræðan um bakslag í baráttunni er hins vegar hávær núna.„Af því að við erum búin að tala svo mikið um þetta á samfélagsmiðlum þá eru sumir orðnir þreyttir á að ræða þetta eða að okkur líður eins og við höfum náð einhverjum árangri. En við sáum að skráðum kynferðisbrotum fjölgaði núna í júní og við höfum séð það að ef við höldum þessari umræðu ekki á lofti þá vill þessi nauðgunarmenning og kynferðisofbeldi grassera áfram í samfélaginu. Það er það sem druslugangan gengur út á,“ segir Lísa Margrét. Ekki ein í baráttunni Með göngunni sé tekinn frá einn dagur á ári þar sem virkilega er vakin athygli á þessu rótgróna samfélagslega vandamáli sem kynferðisofbeldi sé. Samstöðufundurinn á Druslugöngunni árið 2022.Steingrímur Dúi „Við finnum öll reiðina inn í okkur og losum hana út en gleðjumst líka yfir því að vera ekki ein í þessu,“ segir segir Lísa Margrét. Gangan hefst klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Austurvelli þar sem göngunni lýkur með samstöðufundi, ræðum og lifandi tónlist. Einnig er gengið á Sauðárkróki. Þar hefst gangan klukkan eitt.
Reykjavík Skagafjörður Druslugangan Kynferðisofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum