Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 17:14 Samstöðufundurinn fór fram á Austurvelli. Steingrímur Dúi Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. „Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún. Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
„Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún.
Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46