Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 22:46 Alderney eyjan hefur yfir að búa gríðarlegri náttúrufegurð. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni. Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni.
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira