Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætisráðherra Spánar, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. Hann freistar þess að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að leiða samsteypustjórn vinstri flokkanna. Borja B. Hojas/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira