Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 11:25 Frá mótmælum nærri Knesset, ísraelska þinginu, þar sem vatnbyssum hefur verið beitt gegn mótmælendum. AP/Mahmoud Illean Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin. Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin.
Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30