Enski boltinn

Mo Salah tryggði Liverpool 4-4 jafntefli á móti Greuther Fürth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti SpVgg Greuther Fürth.
Mohamed Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti SpVgg Greuther Fürth. Getty/Nick Taylor

Liverpool náði aðeins jafntefli og fékk á sig fjögur mörk á móti þýska b-deildarliðinu Greuther Fürth í æfingarleik í Þýskalandi í dag.

Þetta var annar leikur Liverpool á undirbúningstímabilinu en liðið vann 4-2 sigur á Karlsruher SC í fyrsta leiknum.

Liverpool komst í 1-0 með marki Luis Díaz eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold í fyrri hálfleiknum.

Greuther Fürth jafnaði metin í upphafi seinni en tvö mörk frá Darwin Núnez, eftir stoðsendingar frá Mohamed Salah, komu Liverpool liðinu yfir í 3-1 þegar hálftími var eftir.

Leikmenn Greuther Fürth náði að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla og komast yfir í leiknum. Það stefndi því í tap hjá Liverpool á móti þýsku neðri deildarliði.

Mohamed Salah bjargaði andliti Liverpool manna með því að jafna metin á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Núnez.

Næsti æfingarleikur Liverpool er á móti Leicester City í Singapúr eftir sex daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×