Nýsamþykkt lög draga úr áhrifum Hæstaréttar Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 15:09 Frá mótmælum í Ísrael í dag. AP/Ariel Schalit) Ísraelska þingið, Knesset, samþykkti í dag fyrstu breytingarnar á dómskerfi landsins sem miða að því að auka vald þings og framkvæmdavalds og draga úr valdi dómstólanna. Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag. Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag.
Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25