Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 22:54 Guðjón var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Vilhelm/Orka náttúrunnar Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.
Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira