Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 18:42 Dómur í málinu verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira