Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2023 06:30 Húsatóftavöllur í Grindavík stendur í stórbrotnu landslagi rétt við sjávarkambinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni. Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins. Golf Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins.
Golf Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira